Lýsing

12.–15. júlí

Brottför kl. 8  með rútu frá FFA, Strandgötu 23

Fararstjórn: Selma S. Malmquist


Ekið með rútu í Herðubreiðarlindir. Gist er í skálum FFA við Bræðrafell og Drekagil. Bera þarf allan farangur og því mikilvægt að huga að því sem tekið er með. Svæðið sem farið er um státar af sérkennilegum og fallegum hraunmyndunum, auðn, litadýrð og ekki síst mikilli kyrrð. Nálægðin við Herðubreið hefur líka sín áhrif.

Dagskrá ferðarinnar:

1.d., sunnudagur: Herðubreiðarlindir – Bræðrafell

Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar. Taka þarf með vatn til dagsins

Vegalengd: 19 km.

2.d., mánudagur: Bræðrafell

Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála aðra nótt

Vegalengd: 8–12 km.

3.d., þriðjudagur: Bræðrafell – Dreki

Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil. Gist í skála FFA við Drekagil

Vegalengd: 21–22 km. Gönguhækkun: Engin

4. d., miðvikudagur: Dreki – Askja

Gengið frá Drekagili yfir Dyngjufjöll að Öskju. Ekið heim um kvöldið

Vegalengd: 10–11 km. Gönguhækkun: 650 m.


Hámarksfjöldi 15 manns.


Verð: 72.000 / 77.500 kr. Innifalið: Rúta, gisting í þrjár nætur og fararstjórn.

Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð 10.000 kr. í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu fyrirfram, þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 3-4 skór

    Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.




    Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.


    ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Göngustafir ef vill

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír

    Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar

    Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur

    Kort, áttaviti, GPS tæki